Wednesday, May 30, 2012

Mekong fljótið (Móðir vatnanna)

Fyrir fáeinum dögum héldum við í norður, að landamæra bænum Nong Khai, sem stendur við bakka Mekong fljótsins. Það var skrítið að standa þarna og horfa út á þetta nafntogaða fljót, er runnið hefur þarna um ómuna tíð. Handan fljótsins mátti sjá Laos og dálítð fjær, stóð hin merkilega brú, The Friendship Brigde, sem er ein af mörgum leiðum fyrir landamæri Thailands og Laos, en sú fjölfarnasta, amk á meðal ferðamanna sem fara yfir og koma síðan aftur yfir, í þeim tilgangi að fá áframhaldandi ferðamannaáritun sem nemur 1 mánuð. Þar sem ég hafði 3ja mánaða áritun hafði ég enga þörf á að fara yfir, þó vissulega hefði það verið skemmtilegt að geta sagt að maður hefði "komið" til Laos.
Mekong fljótið er 12 stærsta fljót veraldar,  rúmlega 4300 km að lengd og á upptök sín í Tíbetska hálendinu og rennur í suður í gegnum Yunnan-hérað í Kína, Burma, Tæland, Laos, Kambodíu og Vietnam. Fljótið myndar landamæri Tælands og Laos í um 80 km kafla, áður en það rennur eingöngu inn í Laos og kemur síðan aftur að landamærum landanna eilítið sunnar, þar til það rennur um Kambodíu og síðan Víetnam, þar sem það rennur síðan í ósa sína langt í suðri.

Fyrir 3 dögum fór ég í ferð um Udon Thani hérað og skoðaði líf og tilveru fólks á svæðinu. Samgöngur á milli þorpa og bæja eru jafnan mjög góðar, 3 akgreinar í hvora átt og eggslétt bundið slitlag. Ég hélt til bæjanna Sang Ko og síðar til Kut Chap, þar sem haldin var hátíð tengd hhinum mikla bálkesti. Það var mikið líf í bænum og fólk skartaði sínum besta fatnaði og gleði og hlátur ríkti í hverjum svip sem framhja fór. Tónlist var spiluðu og söng mátti heyra á hverju götuhorni. Bæði börn og fullorðnir sameinuðust um að gera sér glaðan dag og víst var, að þau sem komin voru á efri árin gáfu þeim sem yngri voru, ekkert eftir í dans og söng. Hér sannaðist svo ekki varð um villst, að hér var land brosanna vissulega staðreynd.
Þegar húmaði að kvöldi, fór að rigna og jókst eftir því sem leið að kvöldi svo úrhelli varð og fylgdu eftir miklar drunur og dans eldinganna er lýstu upp himinninnn, er þær skutust á milli skýjafláka. Sýning breytist er eldingarnar fundu sér farveg frá skýjum og niður til jarðar og þá var tónhæð og breydd mun meir og lýsti sem um dag væri.

Stundum höfum við komið við á börum, til að sjá lífið frá öðru sjónarhorni og eitt fynst mér magnað. Við keyptum okkur viský flösku áður en á barinn var og við dyrnar er flaskan tekin, svo ég hélt að hún væri eilíflega horfin, en mér var sagt að hafa ekki áhyggjur, og skömmu síðar byrtist flaskan á hliðarborði við hlið okkar. Síðan var helt í glösin og þess vandlega gætt að glösin tæmdust aldrei. Tónlist ýmiskonar var flut, mat gerð góð skil og aldrei var glasið mitt tómt. Manni verður hugsað hvernig staðirnir bera sig, þegar fólk kemur með sitt eigið vín og þess gætt að aldrei tæmist....Magnaður andskoti, eitthvað sem Íslensku barirnir mættu íhuga......sem verður aldrei. Þetta er gistrisni þeirra í landi brosanna.....


Tuesday, May 22, 2012

Hitinn hefur áhrif

Það hefur verið heitt, já og býsna rakt hér í Udon, bæði í gær og einnig í dag.  Eftir nætursvefninn er gott að taka svalandi sturtu, því þó loftkælingin og viftan vinni aað því hörðum höndum að hald lofthitanum nokkuð neðan við þægilegt, þá verður alltaf dálítið heitt, tala nú ekki um þegar fyrsta dagskýman gægjist inn um gluggann og sólargeislarnir heilsi á sinn viðkunnanlega hátt, eins og þeim er einum lagið. Síðustu tveir dagar hafa verið býsna heitir og lyggur við að það hafi áhrif á gjörvallt lífið hér, bæði mannfólkið sem og fjórfætlinga. Má segja, að einu lífverurnar að degi til sem eru á fullu, daginn út og daginn inn, séu hinir örsmáu maurar, sem vinna sína vinnu, með miklu skipulagi, eins þeim einum er gefið.  Það er gaman að fylgjast með þessum vinnuhörðu dýrum, ganga slóðann í röðum og færa björg í bú.  Sumir koma tómhenntir upp úr holum sínum og geysast út á akurinn, að ná í eitthvað nýtilegt, aðrir staulast um með margfalda stærð sína af byrði og gegnir furðu næst að þeir haldi sínu striki, án þess að raðir riðlist eða upp komi deilumál, hver er fyrstur, allt er leyst með þeirri samvinnu sem einkennir mauranna og líshætti þeirra. Í dag þegar ég var á gangi um slóða varð mér litið niður og sá dauða flugu, nokkuð af stærri gerðinni, bústna og stóra, sem hafði orðið fyrir hnjaski og lá þar ósjálfbjarga þar sem hún mætti örlögum sínum. Þegar mér bar að, voru vinnufúsir maurar þegar byrjaðir að hluta hræið í sundur, með þvílíkri nákvæmni og hraða, sem einkennir kjötvinnslumeistara, og báru hvað þeir gátu, vængi, fætur og það sem eftir var að flygildinu heim í holur sínar. Ekki dugði að leggja hindrum í veg fyrir þá, því þá voru óðara komnir tómhennt vinnudýr að ryðja hindrunninni úr vegi, því brautin skyldi vera auðfarin, hvað sem á gengi. Eftir fáeinar mínútur var verkið afstaðið, hræið allt komið í byrðageymslur til síðari nota.

Inni í húsum á veggjunum hlaupa litlar, krúttlegar eðlur s.k Gekkóar og hafa þeir þann starfa að fækka skordýrum ýmiskonar sem ýmist fljúga um eða ganga í skotfæri við þá. Þeir eru iðnir við kolann og láta sér ekki muna um að ráðast á stærðar fiðrildi, jafnvel þó árásin takist nú ekki alltaf í fyrstu tilraun.  Skemmtileg hljóðin sem þeir gefa frá sér n.k tíst og er mér ekki grunlaust um að þeir skipuleggi sínar árásir einmitt með þessum......tístum, alla vega fannst mér þeir vekja athygli félaga síns á fiðrildinu að tarna, því hann virtist fljótur að átta sig á hvað það þýddi og hóf undirbúning veiðanna, jafnvel þó hann hafi misst að góðri bráð í það sinnið.


Þegar sól hnýgur til viðar og húmar að kveldi, má gjarnan sjá skýja bólstar hrannast upp og inní djúpum bólstranna má heyra dimmar þrumur, mis langt frá. Líkt og verið sé að kallast á og undirbúa aðal tónleikanna sem á endanum skella á með þvílíku afli, svo maður verður orðlaus, bæði drunar og eldglæringarnar sem þjóta um með.........eldingarhraða svo allt umhverið tónar í mismundi birtu eftir því hvað skýjabólstrarnir eru dimmir og hve hátt þeir rísa. Síðan skellur regnið, millónir dropar eru alltí einu mættir og skella niður með miklum þunga, jarðvegurinn sundrast undan þunganum og rykið spænist upp í fyrstu, síðan verður allt alvott á augabragði. Svona gengur þetta í fáeinar mínútur, þá er eins og skrúfað sé fyrir, belgurinn tómur og allt verður sem fyrr, heitt, rakt og allt verður þurrt á því sem næst augabragði. Hljóð næturinnar byrja aftur, þessi dularfullu hljóð í öllum hljóðtegundum, sem gerir þetta umhverfi svo einstætt.......og nóttin læðist að og breiðir myrkrið yfir lífið sem handan dagsins, sefur, nema næturdýrin.......kveða sér hljóðs.

Sunday, May 20, 2012

Hin þögulli dauði......

Ég hef lítið komið við hér á blogginnu.....Á fjarlægri slóð...... en það veldur mér sára litlum pirringi, þ.s ég er jú í fjarlægð frá þeim sem ég þekki, handan sólseturs eða sólaruppkomu, þar sem ég er alltaf 7 tíimum á undan að sjá fegurð, bæði náttúrunnar og, jú og mannlífsinns, sem er í engu frábrugðið og við þekkjum á kunnuglegri slóð, í norðri. Kann að vera að sonur sæll vilji heyra æsifréttir um stríð eða villidýraveiðar, sem mér hugnast hvorugt, eða jafnvel dans við viltar meyjar í blóðrauðu sólarlagi, hafi það verið raunin, þá veit hann minnst um það.
Síðustu daga hef ég átt við s.k ferðamannaveiki, sem lýsir sér í meltingartruflunum, kannski bara tala Íslensku eins og gerum gjarnan; haft skitu og magaverki á háu stigi og ekki haldið neinu niðri......ýmist farið upp eða á miklu farti niður, í vatnselgum. Svona er þetta bara og ég var undir það búinn, af fyrri reynslu frá Indlands-og afríku ferðum mínum hér í denn. Mér hefur ekkert skort og vel séð um mig og stjanað við hvurn minn fingur. Jæja......kannski talaði ég af mér þarna, eitthvað fyrir son minn kæra að lyfta brúnum. Hvað um það, dvölin hér í Udon Thani hefur verið fram að þessu hin besta........og túlki hver fyrir sig hvað það þýðir, en frá mínu sjónarhorni er það vissulega að kynnast og upplifa, svo einfalt...og jafnvel.......rómantískt, eins og mannlífið jafn er, hvernig svo sem á er litið.  Ég bíð þess að safna kröftum, þar sem ég var nokkuð grátt leikinn af ólíkri bakteríu flóru þess matar sem er í boði í þessum heimshluta og ég tel mig geta fullyrt að fáir, eða engir sleppi við kynni við svona magaókyrrð, hluti af leiknum, eða þannig. Hitin er að hlaupa þetta á milli 31 og uppí 38, logn alla daga og kvöld. Umhverið breytir um sýn, hvort sem er um að ræða dag eða nótt og að næturlagi vakna upp kynlegir kvistir, af öllum gerðum og stærðum. Það er einkar forvitnilegt að ganga þá slóða sem maður gjarnan þræðir að degi og ganga þá að næturlagi, maður er í öðrum heimi, með aðra og ólíka samferða.......verur sér við hlið. Stundum lítur maður að baki sér, þar sem maður taldi sig heyra skrjáf í laufi og lítur í þá átt sem maður taldi að upptök hljóðsins væri, en sér þá skugga skjótast eldsnöggt og veit varla hverss kyns var, eða maður heyrir jú skrjáfrið en finnur eitthvað strjúkast við sig og lítur síðan fram á veginn og sér þá könguló rölta í rólegheitum í sífelt minnkandi ljósglætu frá ljósastaur. Það fer um mann einhver óútskýranlegur hrollur, sem læðist niður um axlir og bak. Enn, áfram er þrammað þar til næsta ljósastaur er náð, þá sér maður glytta í augu, er stara á móti, hljóð, líkt urgi, síðan hvellt og langdragið......n.k vein, sem smásaman deyr út, eins og bjarminn frá augunum, þegar eigandi þeirra, hvað sem það nú var, fykrar sig upp tré, í dofnandi ljósunum. Sérkennileg en spennandi upplifun, með tré og villtan gróður allt um kring....og beygja framundan, hvað skyldi leynast handan hennar......?

Hin þögli morðingi, sem reynist hættulegri enn nokkur eitruð slanga eða könguló, fylgir mér nánast hvert fótmál, kemur að ofan og frá hlið og hvernig sem reynt er að forðast þennan óvætt, nær hann ávalt fram sínu markmiði,  þó sér í lagi á meðan ég sef. Þessi skeppna, sem bæði hefur vakið andstyggð og hatur hjá fólki, vísindaamenn hafa reynt í gegnum áratuginna að hamla útbreyðslu þess, en með litlum árangri. Hann ber ábyrgð á dauða fjölda fólks víða um heim og starfsaðferðir hans eru kunnar, enn erfitt að hemja tæknilega ráðkænsku þessa magnaða óvinar.  Óvinur þessi er valdur að dauða milljóna manna víða um heim og oftast nær kemst hann óséður að fórnarlambi sínu sem í flestum tilvikum sefur og verður þess ekki áskynja að hann hefur orðið fyrir árás, fyrr en morgnar. Óvinur þessi breiðir út banvænar pestir og skilur eftir sig sorg og dauða. Ekki flaggar hann stærð eða vöðvamætti, svo örsmár er þessi ókind og hef ég áður komist í kynni við óvætti þessa og hef reynt ýmsa mótleiki,  mér til varnar, sem stundum hafa virkað, en stundum ekki.  Óvættur þessi birtist gjarnan í fromi flugu sem við þekkjum sem Moskító-flugu og eru til fjölda mörg afbrigði hennar og mis hvekkjandi.......og banvæn. Ég hef ekki farið varhluta af kynnum mímun við þær að þessu sinni, þó í þetta sinnið hafi þær verið býsna lágværar, áður enn þær gera loka atlögunna. Moskítóið hefur verið pirrandi síðustu 30 mill. árin, þó aðferðir þeirra séu þær sömu og verið hefur. Búnaður þeirra er afar merkilegur, svo litið sé á þær frá vísindalegu sjónarhorni. Þær ku finna lykt og útstreymi frá væntanlegri "bráð" úr 30 m. fjarlægð  og finnur útstreymi húðarinar um hverrs lags blóð-góðgæti bíður......eða þannig. Þá sest flugan, sem er alltaf kvennflugan, sem hefur sérhannaðan "bor" sem hún notar til að bora með í gegnum húðina, þar til hún keemst að æð og fyllir síðan á tankinn hjá sér. Á meðan hún sýgur blóðið, þá sptýtir hún efni í blóðið sem kemur í veg fyrir að blóðið kleggist, en í þeim vökva getur fylgt bakteríur og hætulegar veirur, s.s gula, malaría, japönsk heilabólga og fleiri óskemmtilegar óværur. Að aflokinni máltíð hefur hún sig upp, full belgd af blóði og gegnir furðu næst að hún haldi flugi........og stefnu. Nú kynni fólk að spyrja afhverju kvennflugan sýgur aðeins blóð. Svarið við því er einfalt, vegna þess að hún er kvennfluga, án þess að verið sé að deila að kvennkynns lífverur, en ástæða þess er að kvennflugan þarf á ákveðnum próteinum að halda, til þess að frjóðgvuð egg geti byrjað nýtt líf, áður enn hún verpir þeim. Skemmtileg rómantísk saga, eða hitt þó heldur!!
Jæja,  best halda uppi vörnum og bera á sig DEET flugnafælu áður enn gengið er til náða......ef maður sefur þá eitthvað í nótt...........bless í bili.

Friday, May 18, 2012

Síðasta flug drekanns.......


Það eru ýmis skrítin flygildi hér á sveimi, stór og smá, fiðraðir og án fiðurs, jafnvel málm flygildi sem geysast um á ógnar hraða svo undirtekur í himnunum er þeir geysast framhjá. Flugvöllurinn í Udon Thani er ekki ýkja langt frá, þar sem innanlands, jafnt sem alþjóðaflug er starfsrækt dag hvern. Fugvöllurinn er ennfremur túlkaður sem herflugvöllur og má sjá orustuþotur geystast áfram, í æfingaflugi.  Innanlandsflugið er nær eingöngu stundað með þotum og þá einkum Boeing 737 og Airbus 320 og jafnvel A-330. Það tekur einungis klukkustund að ferðast milli Bangkok og Udon. Jafnan er mikil öryggisgæsla, jafnvel þó um innanlands flug sé að ræða og bannað að taka með sér vökva s.s bjór og varð ég því að skilja eftir Tuborganna tvo sem ég hafði keypt í Köben. Nú jæja svo sem lítið við því að gera, hér fæst alcveg ágætis bjór, sem gott er að sötra þegar kvölda tekur.
Veðrið hér er eins og búast má við, alltaf tveggja stafa hitatölur í efri kanntinum, 36-38 og þegar húmar að kvöldi lækkar hitinn ekki nema 1-3° Stöku sinnum, þegar húmar að kvöldi, safnast skýjin upp í stórar skýjaborgir og þau ógnvælegustu kol-svört að lit. Mikil tónlist er þá flutt úr skýjasölum og þrumur og eldingar skemmta sér hið mesta, alla jafnan líður þessi sjón og tónlist frá á skömmum tíma, stundum fylgir með úrhelli, enn oftar enn ekki detta fáeinir dropar, rétt eins og endapunturinn á tónleikunum.

Í gærkvöldi heyrði ég lágværan dyn og velti fyrir mér hvaðan það kæmi, þá flýgur inn fullorðin drekafluga, s.k fjórvængja, flýgur um smástund þar til hún velur sér stað á gardínunni við gluggann og virtis vandlát á lendingarstað. Væri ekki hissa á að hún næði hátt í 10 cm. að lengd og vænghafið eitthvað lengra. Merkileg flughæfni hjá þessum flugum, þeim er margt til lista lagt og gaman að fylgjast með flugi þeirra, bæði áfram og aftur á bak og jafnvel út á hlið. Dynurinn í vængjum hljómar notalega í eyrum og breytist hljóðið í vængjunum eftir því hvernig flugan beitir þeim. Loks sest hún og hreyfir sig ekki hót.
Í morgunn um það leyti sem ég fékk mér morgunn matinn, sá ég hana aftur, þar flaug hægt og rólega, en ákveðið sem hún settist á veggjaskraut skammt þaðan er ég sat og blakaði vængjum um stund. Tignarlegt skordýr. Skömmu síðar varð breyting á hegðun flugunar og virtist sem hún missti allt afl og hékk máttlaus á einum fæti og snerist hægt frá blæstri viftunnar í loftinnu, uns hún dettur og svífur hægt og rólega í spíral niður á gólfið og lá þar á bakinu. Stöku sinnum hreyfðust fæturnir og vængir slógust til, niður í gólfið. Smá saman varð skrokkurinn lífvana......Drekinn hafði flogið sitt síðasta flug.

Sunday, May 13, 2012

Flugið til Bangkok

Flugstöðin á Kastrup er þægileg og auðvelt að rata þar um. Þar sem ég var transit farþegi, þá þurfti ég ekki að tékka inn, þar sem farangurinn hafði verið tékkaður inn alla leið til Bangkok, svo ekki var um annað að ræða en að finna rétta hliðið og bíða síðan í rólegheitum eftir að kallað yrði út, sem var vegna tafa, 4 tímar. Klukkan var að nálgast miðnætti og fríhöfnin að mestu lokuð, hins vegar mátti sjá kaffihús hér og hvar opið og settist ég í eitt þeirra, fékk mér kaffi og samloku. Það var töluverð umferð farþega, vélar að fara og koma, fólk kom inn, sumt þreytt eftir langa ferð og aðrir sem biðu eftir framhaldsflugi, biðu þess í óþreyju að komast áfram. Tíminn silaðist áfram, það var myrkur úti, strafsfólk flugvallarins sinnti sínu starfi, sumir skúruðu gólf, aðrir þeyttust um á n.k transport vögnum að flytja farþega fram og til baka að hliðum eða frá hliðum. Flugstöðin er töluvert stór og það er um langa ganga að fara til að komast á þá staði þar sem beðið er eftir að kallað er út í vélarnar. Biðsalir ýmist fyllust eða tæmdumst, allt gekk eins og smurð vél.

Loks eftir langa mæðu gekk ég að biðsalnum, þar sem nánast öll þjónusta á þessum tíma sólarhrings var lokuð, fólk var farið að safnast saman, farþegar sem biðu sama flugs og ég. Fyrir utan gluggann mátti sjá fararskjótann, Airbus 340, gríðarlegt flykki svo ekki sé meira sagt. Uppgefin farþegafjöldi ku vera 295 í þremur farrýmum. Sætaraðir eru 2-4-2. Hún er knúin áfram með 4 CFM56 hreyflum. Það er hægt að fá ágætis upplýsingar á Wikipedia fyrir þá sem áhuga hafa.
Loks eftir langa mæðuog setu var loks kallað út í vél og það tók töluverðan tíma að koma okkur öllum fyrir í sætum, ég leit á miðann minn og sá A-43, rétt aftan við miðju, við glugga, óskaði þess heitt að hafa fengið við gang, en ekkert við því að gera. Sætin voru þægileg, en þröngt rými á milli sæta. Sá það í hendi mér að þetta yrði strembin flugferð, þar sem flogið var í einum áfanga til Bangkok, 11 tíma ferðalag. Loks var vélinni lokað og kynning um öryggisatriði vélarinnar hófst á skjá á sætinu fram við mig. Vélinni var bakkað inná svæði þar sem hreyflarnir fóru í gang, hver á fætur öðrum. Mér varð litið út á vænginn og hugsaði mér, þvílíkt bákn þetta væri. Loks silaðist vélin af stað út á flugbrautarendann og allt var gefið í botn, öll sú orka sem hægt var að ná út úr hreyflunum og flugtaksbrunið hófst. Vélin brunaði eftir brautinni með öllum þeim þyngslum sem í henni voru, farþegar, áhöfn, farangur, matur, eldsneyti og svo vélin sjálf, 276.000 kg brunaði með ægi gnýg eftir brautinni sem hún þarfnaðist, 3000 m. Það skalf allt sem skolfið gat og hávaðinn gríðarlegur. Loks eftir laanga mæðu lyftist hún að framan og loks hóf hún sig til flugs, titringurinn minkaði og vélin byrjaði klifur sitt, uns hún náði 37.000 ft hæð og var ekki lengi að ná þeirri hæð. Flogið var yfir Pólland, Ukraníu, yfir Krím-skagann þar sem beygt var örlítið fyrir austlæga stefnu, flogið yfir Kaspíahafið og síðan yfir Uzbekistan, Tajikistan, þar sem stefna var tekin eilítið til suðurs og stefnt að fjallaskarði í himalayafjallgarðinum, þar sem flugið var hækkað örlítið. Afganistan og Pakistan á hægri hönd og Kína á þá vinstri. Þegar komið var yfir skarðið, var stefnan tekin örlítið í austur aftur og flogið meðfram Himalayafjöllunum, þar hófst töluverð ókyrrð sem entist meira og minna í 1600 km eða um 3 tíma. Á móts við Kathmandu í Nepalvar aftur tekin suðlæg stefna í átt að Kalkutta, það yfir Bengalflóann og náð yfir strönd Burma og loks 11 tímum frá flugtaki var flugið lækkað inn til lengingar á alþjóðaflugvellinum í Bangkok, Suvarnabhum. Vélin snerti brautina mjúklega svo varla fanst. Það var þægileg líðan að loks gat maður stigið út og andað að sér útilofti. Já maður og þvílíkt loft, og þvílíkur hiti, það fann maður um leið og komið var út úr vélinni og inní ranann. Klukkan þá orðin 16:30.   

Saturday, May 12, 2012

Flugið til Koben.

Eina stundina er bjart og sól skín í heiði, þá næstu er komið myrkur, eins og hendi sé veifað. Fyrir utan gluggann heyri ég títurnar mala sinn söng, þegar þær núa saman afturfótum og mynda þetta sérkennilega en framandi hljóð í eyrum okkar. Það er kvöldsett, og myrkur grúfir yfir land og þjóð, mosíkóflugur nánast það eina sem er á ferli á þessum tíma, já á ferli að leita sér að blóðvökva. Það er hægt að þekkja kvennfluguna á því að það er hún sem stingur og sígur blóð. Ekki þar fyrir að um sé að kenna blóðþorsta, eins og við skiljum þann þorsta, heldur er blóðið sem hún sígur ætlað til þess að þroska eggjaframleiðslu. Hmmm ekki beint rómantískt sé litið á það frá þeirri hlið !!

Síðast þegar ég ritaði hér, þá var ég staddur í flugstöð Leyfs Eiríkssonar og beið þess að ganga um borð, en vegna tafa á flugi frá Boston, vegna bilana í vél seinkaði brottför um fáeina tíma. Sem betur fór, þá varð einnig seinkun á flugi frá Köben um 4 tíma,  ef ekki hefði orðið seinkun þar, þá hefði ég þurft að bíða eftir næsta flugiog því hefði verið kippt í liðinn þar sem flugið var í gegnum SAS. Á endanum var kallað út í vél, sem var fullsetin og heyrði ég á tali fólks og sá einning að töluvert var um Tælendinga sem voru á heimleð í frí og Íslendingar á leið út, í leit að ævintýrum. Já það er víst ekki til sá staður í heiminum þar sem Íslendingar hafa ekki skiliið eftir sig spor og frásagnir að segja, minngarbrot til að segja frá.

Flugið gekk samkvæmt áætlun, farþegar settust í sæti sín, tilhlökkun hjá fólki, kliður, hlátur, talað saman á mörgum tungumálum. Farkosturinn, Boeing 757-200 ætluð til styttri og meðallangra vegalengda. Tveggja hreyfla, Rolls-Royce RB211, turbofan, hafi einhver áhuga á þeirri staðreynd. Svo skemmtilega vildi til að vélin bar gælunafnið " Grábrók " eftir 170 m. háum eldgíg sem rís rétt norð-autan við Hreðavatn.

Eftir flugtak þá var stefnan tekin með grunnri vinstri beygju til austurs og flugið hækkað uns flughæð var náð, 34000 fet, og flogið í rólegheitum áleiðis til kóngsins Köben. Veitingar voru bornar fram, sem farþegar urðu reyndar að greiða fyrir, sem mér fanst reyndar nýlunda og af sem áður var, en svona er stefna flugfélaga að verða. Fór reyndar ekki á wc og veit því ekki hvort rukkað var fyrir notkun á þeim lúxus. Lítið bar við á fluginu, vélin flaug áfram, fjarlægðist landið og nálgaðist meginland Evrópu. Eftir því sem á flugið leið komst ró á farþega, sumir sofnuðu, aðrir horfðu á vidó og enn aðrir út um glugga og virtu fyrir sér skýjin sem liðu hjá langt fyrir neðan, eða farskip sem óð ölduna á leið sinni til hafnar. Svo breyttist vélarhljóðið sem gaf til kynna að brátt var lækkun framundan og á skjá fyrir framan mig sá ég feril vélarinar er hún nálgaðist Kastrup. Vélin fór í mjúkri hægri beygju uns hún tók lokastefnu að braut 30 og lenti nokk harkalega  og um tíma hélt ég að flugmenn ætluðu að hætta við lendingu, þar sem hreyflum var gefið inn, en svo var dregið úr afli og hún skall niður svo undirtók í gear-num og hrikti í burðarvirki. Kannski vindsveipur sem gerði það að verkum, hver veit, en vélin lent og taxaði í rólegheitum upp að flugstöðinni, ternimal 3.

Wednesday, May 9, 2012

Í dag, 9 maí, sit ég í flugstöð Leyfs Eiríkssonar og bíð þess að ganga um borð. Áætlanir um brottför stóðust ekki alveg, samkvæmt upphaflegri áætlun,  flugið með SAS til Köben seinkar vegna bilunar í vél, sem er reyndar frá Flugleiðum, bilaði í Boston svo brottför seinkar til kl.16:00 í stað 13:15 eins og upphaflega stóð til.  Nú jæja, lítið að gera við slíku, nema að setjast við borð, fá sér bjór og virða fyrir sér allar þessar sálir sem sem eru eins og ég að bíða og sýnist mér að fólk sér að mestu rólegt þrátt fyrir tafir, enda stoðar lítið að æsast yfir ófyrirséðu, svona eru ferðalög þegar fólk velur flug sem ferðamáta. Öryggið fyrir öllu.  Mér var tjáð af afgreiðslu dömunni sem hafði mikla samúð með okkur sem töfin olli, að það yrði dryfið við að þrýfa vélina svo yrði kallað um borð.  Ágætt að vita að vélin yrði hrein....og í lagi, sem er náttlega það sem er aðalatriðið, svo komist maður á leiðarenda í heilu lagi. Flugið er öruggasti ferðamátinn, svo ekki er neinu að kvíða, jafnvel þó eitthvað gerist s.s mótor detti út eða rafmagnstruflanir af einhverju tagi, það eru alltaf aukakerfi og auka fyrir aukakerfið sem tekur við ef aðalkerfið dettur út og verður mér hugsað um að vonandi eru aukakerfin í góðu lagi, ef á þarf að halda. Nú, þessi seinkunn veldur engum óþægindum við framhaldsflugið, vegna þess að að það er einnig seinkunn á því, 4 tímar, að sögn. Bilunn í vél ?? Veit ekki, en það eru auka og aukakerfi til að taka við, ef eitthvað dettur út, 4 hreyflar, þannig að jafnvel þó einn detti út, þá er uppá 3 að hlaupa og aragrúi af auka flugvöllum ef þörf er á. En svona er staðan þessa stundinna. Sit og virði fyrir mér allt þetta fólk, hér er kliður á mörgum tungumálum, talað og hlegið á Dönsku, Ensku, Frönsku og Tælensku. Læt þetta duga í bili